Samband English

Ragnhildur Stefánsdóttir

STUND & STAÐUR

Dags: Föstudagur 25. október 2019

Föstudaginn 25. október kl. 17:00 opnar Raghildur Stefánsdóttir sýningu á verkinu „UM TORSO“ á gangi Edinborgarhússins sem hún hefur unnið að um árabil og er gúmmí. Léttar veitingar í boði. Allir velkomnir.

 

UM TORSO sýnir sneiðmyndir af nánasta umhverfi torso. Torsóinn geymir innri líffæri líkamans. Heilbrigði líkama og líffæra er ekki síður háð ytra ástandi en því innra. Heimspekinginn José Ortega y Gasset orðar þetta þannig: “I am I plus my surroundings, and if I do not preserve the latter, I do not preserve myself” þ.e. ég er ég og umhverfi mitt og ef ég vernda ekki það seinna, vernda ég ekki sjálfan mig. Torsóinn afmarkast af ytra borði húðarinnar en umhverfið af yfirborði hennar. Eru mörkin augljós? Hvar endar annað og hvar byrjar hitt?


Ragnhildur Stefánsdóttir er fædd árið 1958. Hún var nemandi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1977-80, við Minneapolis College of Art and Craft í Bandaríkjunum 1980-81 og Carnegie Mellon University – College of fine Art 1985-87.

Ragnhildur hefur lengst af fengist við fígúratífa höggmyndalist og tilvistarlegar spurningar. Hún á að baki tugi einka- og samsýninga innan lands sem utan. Meðal þekktustu verka Ragnhildar er höggmynd af Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni sem tók sæti á Alþingi. Styttan er við Skála, viðbyggingu Alþingishússins við Kirkjustræti í Reykjavík. Styttan var vígð á hátíðarsamkomu sem haldin var í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna þann 19. júní 2015. Ragnhildur hefur kennt við Listaháskóla Íslands, Myndlistarskóla Reykjavíkur og Pacific Lutheran Háskólann í Tacoma í Bandaríkjunum og hannað leikmyndir.

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames