Samband English

Afmælishátíð Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar

STUND & STAÐUR

Dags: Miðvikudagur 5. desember 2018

Tími: kl 18:00 5. og 6. des

Staður: Edinborgarsalur

1. desember kl. 13:00 – 16:00

Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar fagnar 25 ára afmæli sínu 5. desember.  Af því tilefni verður efnt til fagnaðar og skammdegið brotið upp í aðsetri skólans í Edinborgarhúsinu.

Dagur myndlistar verður á vegum skólans 1. desember. Myndlist hefur verið ein af meginstoðum í starfsemi skólans með námskeiðum og kennslu.  Nokkrir myndlistarmenn hafa komið að kennslunni í gegnum tíðina og munu leiðbeina öllum sem hafa áhuga frá klukkan 13:00 – 16:00. Farið verður yfir marga grunnþætti í sköpun myndmálsins í Rögnvaldarsal og myndlistarherberginu á annarri hæð hússins.

5. og 6. desember kl. 18:00

Verða kabaretsýningar þar sem meðal annars  verða flutt lög úr ýmsum söngleikjum eins og Cabaret, Sound Of Music, Mary Poppins og My Fair Lady. Eldri píanónemendur, kennarar og velunnarar skólans skipa hljómsveitina, söngnemendur syngja og dansarar frá 9 ára aldri koma fram. Sýningarnar verða í Edinborgarsal. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Báðir þessir viðburðir eru styrktir af uppbyggingarsjóði og eru öllum opnir án endurgjalds. Við hvetjum alla til að fagna tímamótunum með okkur.

3. desember kl. 16:30

Sýna yngri nemendur í dansi nokkur vel valin dansspor fyrir foreldra sína undir öruggri stjórn Hennu-Riikku Nurmi danskennara.

8. desember kl. 12-14 verður svo dagskrá með yngri hljóðfæranemendum og foreldrum þeirra. Þar verða flutt frumsamin lög spilað fyrir fjórar og jafnvel sex hendur með þátttöku foreldra.  

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames