Samband English

Er Alþýðumenning þjóðararfur?

STUND & STAÐUR

Dags: Föstudagur 2. nóvember 2018

Tími: 9 til 16

Staður: Edinborgarsalur

Málþing Byggðasafns Vestfjarða verður haldið í Edinborgarsal 

 

Svo virðist sem yfirvöld hafi bókstaflega tekið meðvitaða ákvörðun um að viðhalda ekki atvinnutækjum sjómanna með breytingu safnalaga og tilfærslu færslna í styrkjakerfinu. Endurgerð báta heyrir nú undir Fornleyfasjóð Minjastofnunar. Þannig eru fyrrum atvinnutæki hversdagsins, s.s. bátar af öllum gerðum nú í samkeppni við fornleifauppgreftri í allri sinni dýrð. Undir þessum kringumstæðum verður hin hversdagslega alþýðumenning alltaf hornreka. Með óbreyttri minjastefnu er söfnum gert ókleift að sinna hlutverki sínu innan ramma laganna.
Önnur minjasöfn hafa einnig fundið fyrir breytingum sem tilkoma vaxandi ferðaþjónusta hefur í för með sér, þar sem sýningar á vegum einkaaðila eru styrktar á sama tíma og sýningar minjasafna eru lagðar niður. Hér á ég að sjálfsögðu við sýningarými Byggðasafns Skagafjarðar, sem látið var víkja fyrir sýningu á vegum einkaaðila. Fréttabladid.is greinir frá þessu þann 10. mars 2018, svona „Ónefndir fjárfestar hyggjast setja á fót á Sauðárkróki sýndarveruleikasafn byggt á Sturlungu og Örlygsstaðabardaga. Mjög spennandi segir formaður byggðaráðs en fulltrúi minnihlutans gagnrýnir leyndarhjúp yfir kostnaði sveitarfélagsins.“ Eða með öðrum orðum, sýningu Byggðasafnsins er lokað, fjármunirnir settir til að styrkja einkaframtak sem byggir á óskhyggju ferðafrömuða um íslendinga og „sannan“ þjóðararf íslenskrar þjóðar. 
Er menning almúgafólks púkaleg? Verða yfirvöld bæjar/sveitastjórna sem og ríkisstjórna að fá einkaaðila til að sýna gestum betri mynd af okkur sjálfum?
Málþing Byggðasafns Vestfjarða spyr því, er alþýðumenning þjóðararfur? Hver er leiðin fram á við?

09:00 - 10:00 Erik Småland, Varðveisla á bátum í Noregi
10:00 - 10:30 Ágúst Ó. Georgsson, Varðveisla á eldri bátum á Íslandi. 
10:30 - 10:45 Kaffi
10:45 - 11:15 Jón Sigurpálsson og Björn Erlingsson, Björgunarskútan María Júlía, táknmynd skeytingaleysis. 
11:15 - 11:45 Jón Jónsson, Hvað er alþýðumenning? Er hún þjóðararfur?
12:00 - 13:00 Hádegishlé 
13:00 - 13:30 Einar Kárason, „Án skipa væru engir Íslendingar“ 
13:30 - 14:00 Guðrún Jónsdóttir, Samspil ferðamennsku og framsetningar á íslenskum menningararfi / alþýðumenningu. 
14:00 - 14:30 Áki Karlsson, Samtaka í þágu menningararfsins. 
14:30 -14:45 Kaffi
14:45 - 15:15 Sigurjón Baldur Hafsteinsson, Hver er leiðin fram á við? 
15:15 - 16:00 Samantekt, umræður og helstu niðurstöður.
17:30 - 19:00 Munir og mynd. Opnun sýningar í Turnhúsinu. Hönnuður: Jón Sigurpálsson.
19:00 Kvöldverður í Tjöruhúsinu

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames