Samband English

Gilitrutt, ópera fyrir fólk

STUND & STAÐUR

Dags: Þriðjudagur 2. október 2018

Tími: boðssýning List fyrir alla

Sýning fyrir nemendur í grunnskólum á svæðinu í boði List fyrir alla

Barnaóperan um Gilitrutt er hluti af röð Töfrahurðar tónlistarútgáfu sem stefnir að því að koma íslenskum þjóðsögum og öðrum menningararfi í nýjum búningum til íslenskra barna. Þjóðsagan er flutt til nútímans, Gilitrutt og bóndahjónin eiga farsíma og Gilitrutt kvartar yfir því að ná engu fólki lengur því það bruni bara framhjá á jeppum og týnist aldrei lengur uppi í fjöllum. Sagan heldur sér þó nokkurn veginn óbreytt. Gerður bóndakona þjáist af verkfælni og vill geyma verkefnin til morguns sem aldrei kemur svo Þórður bóndi hennar þarf að vinna öll verkin.

Persónur og leikendur:
Gilitrutt: Hallveig Rúnarsdóttir
Þórður: Þorkell Helgi Sigfússon
Gerður: María Sól Ingólfsdóttir

Píanóleikari: Hrönn Þráinsdóttir

Höfundar
Tónlist: Hildigunnur Rúnarsdóttir
Söngtextar: Salka Guðmundsdóttir
Myndir: Heiða Rafnsdóttir

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames