Samband English

Listamannaspjall ArtsIceland í Edinborg

STUND & STAÐUR

Dags: Laugardagur 31. mars 2018

Tími: 15:00

Staður: Rögnvaldarsalur

Verð: frítt inn

Myndlistarkonan Nathalie Lavoie og tónskáldið Daryl Jamieson dvelja nú við störf sín í gestavinnustofum ArtsIceland á Ísafirði. Þau sýna og segja frá verkum sínum laugardaginn 31. mars klukkan 15 í Rögnvaldarsal. Enginn aðgangseyrir - léttar veitingar - allir velkomnir!

Daryl Jamieson er tónskáld. Hann er upprunalega frá Kanada, en er nú búsettur í Kamakura í Japan. Hann hefur notið velgengni innan tónlistarheimsins og fékk nýlega Toshi Ichiyanagi Contemporary Prize fyrir þríleik sinn Vanitas, sem saminn var fyrir leikhús. Hvort sem Daryl er að semja fyrir japönsk eða vestræn hljóðfæri þá er hann ávallt undir áhrifum frá menntun sinni á sviði Nō theatre. Hann er meðal stofnenda fjölþjóðlega tónlistarleikhússins 'atelier jaku' og er virkur í fræðistörfum, andlegum málefnum, í skrifum um japanska fagurfræði, sem og í að semja nútímatónlist. 

Listrænn brennipunktur hans um þessar mundir er á japanska ljóðakonseptinu utamakura. Til að útskýra það á einfaldan máta snýst það um nöfn á stöðum sem hafa andlega merkingu eða eru tengdir mikilvægum atburðum sem koma endurtekið fyrir í japanskri ljóðlist allt aftur til áttundu aldar. Þar er það sem gefið er í skyn ofið í samfléttaðan vef í kringum hvern stað, þar sem ættliðir skálda, tónskálda og leikritaskálda endurnota sömu staðarheitin í verkum sínum. Daryl hefur verið að kanna þessa staði í verkum sínum þar sem hann blandar saman upptökum frá staðnum, tónlistarflutningi og myndböndum. Á meðan á Íslandsdvöl hans stendur vinnur hann með svipuðum hætti með staði sem koma fyrir í sagnaarfinum og þá sérstaklega Gísla-sögu. 

Frekari upplýsingar um Daryl Jamieson: http://www.daryljamieson.com/

Nathalie Lavoie er kanadísk myndlistarkona sem kemur frá afskekktum stað á norðurlóðum Kanada, Fort Simpson. Í norðrinu hefur hún þróað sérstæðan listrænan stíl þar sem hún færir sér í nyt hina löngu, einstöku vetur. Nathalie nam við Emily Carr University of Art and Design í Vancouver, þar sem hún hlaut Governor General Gold Medal fyrir framúrskarandi frammistöðu. 

Að auki vinnur Nathalie á heimaslóðum í sjálfboðavinnu við slökkviliðið og sjúkrabílaþjónustu. Gönguferðir eru ástríða hjá henni og dró sú iðja hana til Íslands þrjú sumur í röð. Nathalie mun snúa aftur til Íslands með haustinu og dvelja þá í Gili, gestavinnustofu á Akureyri.

Listræn iðja hennar snýst um tilraunakenndar tengingar við staði. Hver staður verður þungamiðja athyglinnar, upphafsstaður þar sem fjöldi túlkana fæðist og hverfur. Innsetningarnar og gjörningarnir verða það sem eftir lifir í formi ljósmynda, vídeóverka og skrifa. Í gegnum tíðina hefur Nathalie mikið unnið með vatn sem efnivið innsetninga, á stöðum þar sem hitastigið er undir frostmarki. Á meðan á dvölinni á gestavinnustofum ArtsIceland hefur staðið hefur Nathalie unnið með samband manns og sauðfjár, sem innblásið er af tregafullum samfundum við íslensku sauðkindina í fyrri heimsókn hennar til landsins. 

Frekari upplýsingar um Nathalie Lavoie: https://nathalielavoie.ca/

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames