Samband English

Jólahlaðborð

STUND & STAÐUR

Dags: Laugardagur 9. desember 2017

Staður: Edinborgarsalur og Bryggjusalur

Gaman saman á jólahlaðborði "á Edinborg"

 

Jólahlaðborðin  á Edinborg verða  laugardagana  25. nóvember þar sem okkar landskunni Páll Óskar mun stíga á stokk og halda uppi stuðinu frá 22.30 til 01.00 veislustjóri er Brynja Valdís Gísladóttir  leikkona

 

9.desember mun Brynja Valdís Gísladóttir  leikkona  mæta aftur og stjórna veislunni,  karlakórinn Ernir syngja nokkur lög og að borðhaldi loknu munu Stebbi Jóns og  Guðmundur Hjaltason taka  við og þeir félagar munu halda stuði á dansgólfinu fram á rauðanótt.

 

 Matseðill-Jólahlaðborð 2017 á Edinborg

Forréttir:

 • Grafinn  regnbogasilungur með hunangs-sinneps sósu
 • Tvíreykt hangikjöt
 • Reyktur lax með piparrótarsósu
 • Jóla-Síld með, sherry, capers og rauðlauk
 • Síld með karry, epli, eggjum  og lauk
 • Síld að rússneskum hætti með rauðbeðum
 • Heitreykt Gæsabringa á salati með krækiberjavinagrettu
 • Dönsk Lifrarkæfa með beikoni, sveppum og rifsberjahlaupi
 • Kamparækju og krabbasalat
 • Sveitapate með Cumberlandsósu
 • Kryddjurtagrafin Gæsabringa með þeyttum ljót og rúsínu og bláberja chutney
 • Fiskipate með gin og lime sósu

 Aðalréttir:

 • Ofnsteikt kryddjurtahjúpað lambalæri með soðsósu
 • Brakandi purusteik með sykurbrúnuðum kartöflum
 • Dýrfirskt hangikjöt með uppstúf
 • Gljáð jólaskinka með vínberjum og ferskum ananas

Grænmetisréttir:

 • Hnetusteik
 • Grænmetis lagsagne

Annað meðlæti:

 • Eplasalat með valhnetum, rauðkál, grænar baunir, maisbaunir, blandað salat,  pönnusteikt grænmeti, kartöflugratin, sætkartöflusalat með hunangsristuðum hnetum, laufabrauð, rúgbrauð og nýbökuð brauð með smjöri.

Eftirréttur

 • Jóla - Súkkulaðimús með vestfirskum bláberjum
 • Kaffi/Te

 

Verð kr 10.700 kr. á mann  fyrir hópa 20 manns eða fleiri  9.900 kr. á mann 

Borðapantanir í síma 4568335 og 8649737


 %> %> %>© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames