Samband English

Mannsröddin

STUND & STAÐUR

Dags: Föstudagur 19. maí 2017

Tími: nánar auglýst síðar

Verð: nánar auglýst síðar

Óperan Mannsröddin (La Voix Humaine) eftir Francis Poulenc, er byggð á samnefndu leikriti eftir Jean Cocteau. Óperan er ljóðrænn harmleikur í einum þætti sem fjallar um síðasta símtal konu til elskhuga síns sem hefur fundið ástina annars staðar. Um er að ræða nýja og ferska nálgun á verkið þar sem aðalpersónan, Elle, verður bæði túlkuð af Auði Gunnarsdóttur sópransöngkonu og Elvu Ósk Ólafsdóttur leikkonu í sviðsetningu og leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur.

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames