Samband English

Námskrá LRÓ

Námsskrá

Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar

 

Samkvæmt 3. gr. reglugerðar Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar ( LRÓ ) er markmið skólans er að veita almenna fræðslu á sviði tónlistar, myndlistar, leiklistar og danslistar.  Einnig mun skólinn standa fyrir fræðslu á sviði byggingalistar a.m.k. einu sinni á ári í formi fyrirlestra  og sýninga.  Þessum markmiðum hyggst skólinn ná m.a. með því:

 

Almennt:

·         að annast kennslu á ofangreindum listsviðum, hvortveggja með fastri stundaskrá og  einstökum námskeiðum

·         að búa nemendum fjölbreytt skilyrði til að þroska listhæfileika sína og sköpunargáfu.

·         að stuðla að samvinnu þeirra listgreina, sem kenndar eru við skólann.

·         að stuðla að aukinni samvinnu þeirra, sem vinna að listum, og sjá til þess að það listalíf, sem skapast í Edinborgarhúsinu verði eðlileg viðbót við það menningarstarf, sem fyrir er á  á Ísafirði og nágrenni.

·         að fylgjast með nýjungum á sviði lista og listfræðslu hér á landi og erlendis og gera kennurum kleift að auka við þekkingu sína, hvortveggja að sækja námskeið og listviðburði annars staðar og stuðla að listviðburðum í tengslum við skólann.

·         að búa nemendur undir framhaldsnám í listum jafnt  og þroska listvitund þeirra.

 

Á sviði tónlistar:

·         að annast kennslu í hljóðfæraleik ásamt kennslu í öðrum tónlistargreinum sem gert er ráð fyrir í aðalnámskrá tónlistarskóla útgefinni af menntamálaráðuneytinu.

·         að búa nemendum fjölbreytt skilyrði til að þroska tónlistarhæfileika sína og sköpunargáfu.

·         að leggja áherslu á félagslegt gildi tónlistariðkunnar með þátttöku nemenda í samleik og hljómsveitarstarfi.

·         að annast kennslu í tónlist þannig að nemendur verði góðir og virkir hlustendur.

·         að búa nemendur undir áframhaldandi nám í tónlist.

Í aðalnámskrá segir að tónlistarskólar gegni fjölbreyttu hlutverki í samfélaginu. Þeim beri að stuðla að öflugu tónlistarlífi jafnframt því að vinna að aukinni hæfni, þekkingu og þroska einstaklingsins. Skólanum ber að taka tillit til mismunandi áhugasviðs, getu og þroska nemenda sinna. Kennsluaðferðir og viðfangsefni þurfa því að vera fjölbreytt og sveigjanleiki í skólastarfi er nauðsynlegur.

 

Hagnýtar upplýsingar til foreldra:

Gott samband milli heimilis og tónlistarskóla er afar þýðingarmikið, ekki síst með tilliti til þess að tónlistarnám er að mestu leyti sjálfsnám sem fram fer á heimili nemenda. Mikilvægt er því að koma á og viðhalda traustu sambandi milli skóla og heimila. Þetta samband má byggja upp með ýmsum hætti, svo sem með bréfum, símtölum, viðtalstímum og heimsóknum aðstandenda nemenda í skólann, allt eftir aðstæðum.
Foreldraviðtöl eru haldin ár hvert. Foreldrar eru hinsvegar hvattir til að hafa samband við kennara eða skólastjóra hvenær sem þurfa þykir.
Ungum nemendum þarf að hjálpa við að skipuleggja æfingatíma sinn vel. Árangursríkara er að ungir nemendur æfi sig oftar og skemur í senn, en sjaldnar og lengur. Daglegar æfingar eru nauðsynlegar til að eðlilegar framfarir eigi sér stað. Ef nemandinn sýnir merki um leiða í námi er oft nóg að hafa samband við kennara og skipta um viðfangsefni til að glæða áhugann á ný. Áhugi foreldra og annarra aðstandenda skiptir miklu máli og eru foreldrar hvattir til að sækja vel tónleika og fylgjast með framförum barna sinna.

er mjög mikilvægt fyrir nemandann.

 

 

Innritun og skólagjöld:


Innritun nemenda fer að mestu fram að hausti og greiða nemendur skólagjöld fyrir hverja önn fyrir sig.Tekið er á móti umsóknum nýrra nemenda að vori og að hausti.


Skólagjöld er hægt að greiða í einu lagi eða skipta greiðslum. Skólaárið skiptist í haustönn og vorönn. Skólagjöldum er ætlað að standa undir öllum rekstrarkostnaði skólans.


Systkinaafsláttur er veittur; eins er afsláttur ef nemandi  stundar fleiri en eina listgrein.


Inntökuskilyrði:
 

Rétt til skólavistar hefur hver sá er áhuga hefur á tónlistarnámi því sem skólinn býður upp á.


Hljóðfæranám og námskröfur:


Skólinn kennir eftir aðalnámskrá útgefinni af Menntmálaráðuneytinu.
Hljóðfærakennarar semja einstaklingsbundna námsáætlun fyrir hvern nemanda, sem tekur mið af þroska hans, áhuga, vinnugleði og næmni. Munur getur verið á yfirferð nemenda, sumir vinna hraðar, aðrir hægar. Hljóðfæranám byggir á heimavinnu nemandans, þ.e. reglubundnum daglegum æfingum á hljóðfærið. Góðar æfingavenjur lærast smám saman eins og annað.
Áfangapróf eru tekin þegar nemandinn er að mati kennara tilbúinn til þess og hefur tileinkað sér hæfilegt námsefni úr viðkomandi stigi samkvæmt hljóðfæranámskrá.
 

Nemandi tekur þátt í opinberum tónleikum tvisvar á ári.


Hljóðfæradeildir:


Hljóðfæranám fer í flestum tilfellum fram í einkatímum og fá nemendur eina klukkustund á viku sem oftast er skipt í tvo hálftíma. Námsferlinu er skipt í grunnstig, miðstig og framhaldsstig. Misjafnt er hversu lengi nemendur eru að taka hvert stig en almennt eru nemendur lengur að ljúka stigum eftir því sem ofar dregur. Þetta er einnig misjafnt milli hljóðfæra.

Miðað er við að nemendur kynnist sem flestum tónlistarstefnum í náminu. Nemendur eru hvattir til að leika af fingrum fram til jafns við hefðbundinn nótnalestur.
Nemendum gefst kostur á að taka þátt í ýmiskonar samspilum aðallega fjórhent á píanó, undirleik með söngnemendum og samspil píanó gítar og trommu. Nemendur  sækja einnig tíma í tónfræðagreinum (hlustun , greining og tónfræði).


Skólinn býður upp á kennslu á eftirfarandi hljóðfæri:

·         Píanó.

·         Trommur

·         Rafbassi

·         Gítar

·         Rafgítar

·         Söngur

 

 

Á sviði myndlistar:

 

·         að nemendur tileinki sér þekkingu á grundvallarlögmálum og færni í aðferðum lista og hönnunar, til eigin sköpunar og skilnings.

·         að nemendur tileinki sér þekkingu á því menningarlega samhengi sem list og hönnun sprettur úr, á listrænum menningararfi og á helstu stefnum og straumum í listheiminum.

·         að nemendur tileinki sér annars vegar hæfni til umfjöllunar um eðli listar og hönnunar og hins vegar færni til að skynja, greina og meta list og hönnun og leggja þannig grunn að persónulegu mati.

·         að miðla, fræða og skýra út viðfangsefnið en gera gera nemendur sjálfa virka í að finna vandann og leysa verkefnin af eigin rammleik.að hlúa sem best að þroskaþrá nemendanna með gagnkvæmu samspili milli þeirra og kennaranna.

·         að nemendur tileinki sér þekkingu á grundvallarlögmálum og færni í aðferðum lista og hönnunar, til eigin sköpunar og skilnings.

·         að nemendur öðlist sem fjölbreyttasta listræna reynslu.

·         að skilgreina og endurmeta reglulega námsáherslur til að gera starfið sem skilvirkast.

 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames