Samband English

Reglugerð LRÓ

1. gr.

Skólinn heitir Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar.  Stofndagur hans er 5. desember 1993.  Skólinn er sjálfseignarstofnun, rekinn af listafélögum og einstaklingum tengdum Edinborgarhúsinu.  Höfuðstöðvar skólans eru í Edinborgarhúsinu, Aðalstræti 7, 400 Ísafirði.  Skólinn ber kennitöluna: 561193-2589

 

2. gr.

Skólinn starfar eftir ákvæðum gildandi laga og reglugerða, sem til eru í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu um svipaðar stofnanir.

 

3. gr.

Markmið skólans er að veita almenna fræðslu á sviði myndlistar, leiklistar, tónlistar og danslistar.  Einnig mun skólinn standa fyrir fræðslu á sviði byggingalistar a.m.k. einu sinni á ári í formi fyrirlestra  og sýninga.  Þessum markmiðum hyggst skólinn ná m.a. með því:

  • að annast kennslu á ofangreindum listsviðum, hvortveggja með fastri stundaskrá og  einstökum námskeiðum
  • að búa nemendum fjölbreytt skilyrði til að þroska listhæfileika sína og sköpunargáfu.
  • að stuðla að samvinnu þeirra listgreina, sem kenndar eru við skólann.
  • að stuðla að aukinni samvinnu þeirra, sem vinna að listum, og sjá til þess að það listalíf, sem skapast í Edinborgarhúsinu verði eðlileg viðbót við það menningarstarf, sem fyrir er á  á Ísafirði og nágrenni.
  • að fylgjast með nýjungum á sviði lista og listfræðslu hér á landi og erlendis og gera kennurum kleift að auka við þekkingu sína, hvortveggja að sækja námskeið og listviðburði annars staðar og stuðla að listviðburðum í tengslum við skólann.
  • að búa nemendur undir framhaldsnám í listum jafnt  og þroska listvitund þeirra.

 

4. gr.

Stjórn skólans er skipuð af stjórnum hvers listafélags, og einn úr stjórn Edinborgarhússins e.h.f.  Eignaraðilar skipa í 3 manna stjórn skólans og jafn marga til vara til tveggja ára í senn auk skólastjóra. Kosið er í stjórn sk´lns á aðalfundi Edinborgarhússins ehf. ár hvert.

 

5. gr.

Stjórn skólans ræður kennara og ákveður tilhögun skólans.  Hún skal gera fjárhagsáætlun en framkvæmdastjóri Edinborgarhússins h.f. sér um daglegan rekstur og fjármögnun.

 

6. gr.

Stjórn skólans heldur reglulega fundi og lögð verður áhersla á að allt samstarf kennara og stjórnar verði sem best.  Stjórn skólans skipar deildarstjóra.  Deildarstjórar halda fundi eftir þörfum.

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames