Samband English

Tungumálatöfrar

Tungumálatöfrar er sumarnámskeið á Ísafirði fyrir tví- og fjöltyngd börn og er markmið þess að búa til málörvandi námskeið í gegnum listkennslu, þar sem íslenska er annað eða eitt af mörgum tungumálum barnanna. Námskeiðið er hugsað fyrir íslensk börn sem að hafa fæðst eða flutt erlendis og börn af erlendum uppruna sem hafa sest að hér á landi.

Listamenn og kennarar leiða börnin áfram í umhverfi sem styrkir sjálfsmynd þeirra. Sumarnámskeiðinu lýkur með tungumálaskrúðgöngu þar sem fjölbreytileikanum er fagnað á margvíslegan hátt. Farið var af stað með námskeiðið sumarið 2017 og er markmiðið að halda það árlega. Það verður því næst á dagskrá 6. – 11. ágúst árið 2018.

Í verkefnastjórn eru Herdís Magnea Hübner, Svava Rán Valgeirsdóttir, Matthildur Helgadóttir Jónudóttir, Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Isabel Alejandra Diaz verkefnisstjóri. Að auki hefur Elíza Reid forsetafrú tekið að sér að vera fundarstjóri. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir myndlistarkona og kennari við Grunnskólann á Ísafirði, Nína Ivanova myndlistarkona, Jóngunnar Biering Margeirsson tónlistarkennari og Isabel Alejandra Díaz. Námskeiðið fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði en það rekur verkefnið í samstarfi við Tungumálatöfra, áhugamannahópi um fjöltyngi. Verkefnið hefur nú þegar hlotið styrk frá Ísafjarðarbæ og Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.

Tungumálatöfrar 2017: https://www.youtube.com/watch?v=18b5QuaWY6Y Tungumálatöfrar myndband

Tungumálatöfrar er sumarnámskeið fyrir tvítyngd og fjöltyngd börn og er markmið þess að búa til málörvandi námskeið fyrir börn í gegnum listkennslu. Námskeið...

youtube.com

 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames